Við hjólum til þess að styrkja Umhyggju – félag langveikra barna.
Sterkt samfélag þátttakenda þar sem æfingar, gleði og umhyggja fyrir öðrum eru lykil þættir.
Mikilfenglegt klifur og stórbrotin nátturu upplifun bíður þátttakendum á leið þeirra til Parisar.
Ferðin til Parísar er 8 – 15. júlí, 2023
Ferðin til Parísar er 29 júní – 6. júlí, 2024
Árið 2023/2024, kostaði 23.550 DKK að taka þátt í Team Rynkeby verkefninu sem reiðhjólamaður. Innifalið í verðinu er vandað reiðhjól, fatnaður, gisting og fullt fæði. Til viðbótar bætist svo kostnaður við flug til Danmerkur og heim frá Frakklandi. Annar kostnaður getur verið (um 2.000- 5.000 DKK) annar hjólafatnaður, hjólaskór, hjólagleraugu, þjálfun og fleira. Þjónustuliðar greiða um 4.100 DKK í þátttökugjald + flug.
Allir Team Rynkeby þátttakendur eru skyldugir til þess að gera það sem þeir geta til þess að hjálpa til við að safna styrkjum. Sumir þátttakendur hafa tengsl við fyrirtæki sem vilja styrkja málefnið – aðrir munu eiga erfiðara með að finna styrktaraðila. Það er engin fyrirfram ákveðin upphæð sem hver og einn á að safna. Við vinnum út frá því að allir leggja sitt að mörkum.