Dagur 1 - Laugardagur 10. júlí, 2021 KIA Gullhringurinn

Við byrjum ferðina 2021 á því að hjóla í KIA Gullhringnum á Selfossi sem eru 43 km. Við hjólum í flokknum sem heitir ,,Flóaveitan‘‘ þar ætlum við að njóta ekki þjóta og ræsum kl: 18:45.
Gistum í Hveragerði.

 

 

Dagur 2 - Sunnudagur 11. júlí, Selfoss – Borgarnes.

Leggjum af stað hjólandi frá Selfossi förum framhjá Þrastarlundi gegnum Þingvelli, Mosfellheiði, Hvalfjörður og að Laxárbökkum.  Keyrum svo á hótel í Borgarnesi.  Hjólaðir 130 km, 1220 hm,  áætlaður hjólandi tími 6 ½  klst.
Vegnúmer: 1, 35, 36, 361, 48 47.
Gistum í Borgarnesi

 

Dagur 3 - Mánudagur 12. júlí, Borgarnes – Ísafjörður

Keyrum af stað frá Borgarnesi í Búðardal og hjólum þaðan til Hólmavíkur keyrum síðan til Ísafjarðar.
Vegnúmer: 60, 61,
Hjólaðir 82 km, 1044 hm.  Áætlaður hjólandi tími 4 klst.
Gistum á Ísafirði

 

Dagur 4 - Þriðjudagur 13. júlí, Dynjandi - Þingeyri - Flateyri - Ísafjörður – Bolungarvík

Leggjum af stað hjólandi frá Dýrafjarðargöngum, hjólum til Þingeyrar, Flateyrar, Ísafjarðar, Bolungarvíkur  samtals 110 km,  endum aftur á Ísafirði og gistum þar aðra nótt.
Vegnúmer: 60, 622, Djúpvegur.

 

Dagur 5 - Miðvikudagur 14. júlí Ísafjörður – Heydalur

Klukkan 9:00 hjólum við af stað frá Ísafirði, hjólum Ísafjarðardjúpið og endum daginn í Heydal í Mjóafirði
Hjólaðir km: 135 hm: 1371 m áætlaður hjólatími 6 ½ klst.
Vegnúmer: 61, 633

 

Dagur 6 - Fimmtudagur 15. júlí, Heydalur – Stykkishólmur – Borgarnes – Varmaland

Keyrum frá Heydal í Stykkishólm 272 km.  Hjólum frá Stykkishólmi í Borgarnes 100 km, 635 hm áætlaður hjólatími 5 klst. Keyrum síðan að Varmalandi þar sem við gistum.
Vegnúmer: 56, 54

 

Dagur 7 - Föstudagur 16. júlí, Varmaland – Borgarnes – Húsafell

Förum hjólandi frá Varmalandi í Borgarnes (þarna verðum við aðeins á þjóðvegi 1) og áfram í Húsafell.
Hjólaðir km: 87 og áætlaðir hm: 769 m, hjólandi tími um 4,5 klst.
Vegnúmer: 1, 50, 518
Gistum aftur á Varmalandi.

 

Dagur 8 - Laugardagur 17. júlí, Varmaland – Laxárbakki – Hvalfjörður – Kjósaskarð – Mosfellsheiði -  Reykjavík

Keyrum frá Varmalandi að Uxahryggjum og byrjum að hóla þar, hjólum gegnum Þingvelli, Mosfellsheiði, Mosfellsbæ og í Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar áætlum við að vera milli 15:00 – 15:30. Hjólaðir km: 102 og áætlaðir hm: 865 m, hjólandi tími um 5 klst.
Vegnúmer: 52, 550, 36

 

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram