Valforsendur

Valforsendur

Á hverju ári sækja þúsundir manna um að ganga í Team Rynkeby – svo það er mikil samkeppni um pláss. Hins vegar geturðu aukið möguleika þína á að komast í liðið ef þú tekur mið af valforsendunum 10 í umsókninni sem liðsstjórinn og stýrihópurinn á hverjum stað nota til að velja í liðið.

  1. Þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til að taka virkan þátt í að safna fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

  2. Þátttakendur þurfa að vera með lögheimili í nágrenni liðsins sem þeir hjóla með.

  3. Þátttakendur þurfa að taka frá tíma til að æfa með liðinu u.þ.b. tvisvar í viku allt vorið (að lágmarki 2.500 km fyrir ferðina til Parísar).

  4. Liðin þurfa að hafa jafna dreifingu milli karla og kvenna (að því marki sem mögulegt er).

  5. Liðin mega samanstanda bæði af nýliðum og reyndum hjólreiðamönnum.

  6. Skipta þarf árlega um a.m.k. helming þátttakenda í hverju liði (þegar talan er ekki hærri er það vegna þess að við viljum tryggja samfellu í verkefninu).

  7. Þátttakendurnir þurfa að ná yfir breiðan aldurshóp (þó að lágmarki 18 ár).

  8. Þátttakendur þurfa að ná yfir breitt mennta- og fagsvið (það verður þó að vera a.m.k. einn læknir og einn viðgerðarmaður í hverju liði).

  9. Áhersla er lögð á þátttakendur geti útvegað styrktaraðila.

  10. Hvert lið getur tekið frá eitt eða fleiri pláss fyrir þekkta einstaklinga sem geta aðstoðað við að vekja athygli á verkefninu. Þessi pláss eru oft fyllt síðar en önnur. 

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram