Saga Team Rynkeby

Saga Team Rynkeby

Hugmyndin um að hjóla til Parísar kom fram árið 2001. Einn starfsmanna Rynkeby Foods, Knud Vilstrup, hafði greinst með lungnaþembu. Hann vildi því gera eitthvað fyrir sjálfan sig svo að hann yrði aðeins heilbrigðari - og að hætta að reykja var ekki valkostur!

Hann hafði óljósar hugmynd um eitthvað sem hjálpaði honum að komast í betra form en veitti honum upplifun á sama tíma.

Þessa hugmynd viðraði hann á jólahlaðborði Rynkeby síðar á árinu. Knud Vilstrup spurði þáverandi tæknistjóra Rynkeby, Torben Møller-Larsen, hvort það gæti ekki verið spennandi verkefni að hjóla niður eftir og fylgjast með lokum Tour de France á Champs-Élysées – og hvort hann gæti gefið safa fyrir ferðina. Torben Møller-Larsen samþykkti þetta ef hann fengi í staðinn að koma með í ferðina.

Síðan hringdi Knud Vilstrup nokkrum sinnum í Torben Møller-Larsen til að kanna hvort af ferðinni gæti orðið. Eftir nokkrar tilraunir fékk hann leyfi. Hann fékk safa fyrir ferðina, 950.000 íslenskar krónur til að hefja verkefnið og kröfu um að það þyrftu að vera a.m.k. 10 þátttakendur í ferðinni. Liðinu var safnað saman vorið 2002 undir nafninu „Team Rynke“. 11 hjólreiðamenn og einn aðstoðarmaður í smárútu voru tilbúnir til að fara í þessa 1.200 km ferð frá Ringe til Parísar sama ár.

Þessi óljósa hugmynd var orðin að veruleika.

Team Rynkeby var ekki stofnað sem góðgerðarverkefni, en þegar hjólreiðamennirnir komu heim úr fyrstu ferðinni árið 2002 áttu þeir 727.000 íslenskar krónur í afgang sem þeir ákváðu að ánafna deild krabbameinssjúkra barna við háskólasjúkrahúsið í Odense í Danmörku. Eftir vel heppnaða ferð til Parísar með fjölda áskorana, sannfærði Knud Vilstrup framkvæmdastjóra Rynkeby Foods, Jørgen Dirksen, um að fjárfesta aftur í verkefninu. Það var upphafið að því góðgerðarverkefni sem enn er til staðar í dag, þar sem fjöldi þátttakenda og styrktaraðila vex jafnt og þétt frá ári til árs sem og framlögin til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram