Algengar spurningar

 

Þátttaka 

Hvenær fer Team Rynkeby til Parísar?
Ferðin til Parísar er farin í viku 28. Það þýðir að liðin munu leggja af stað annaðhvort á laugardegi eða sunnudegi í viku 27 og koma til Parísar á laugardegi í viku 28. Haldið er fyrr af stað frá Íslandi, þar sem hljóðreiðaferð okkar hefst í Danmörku.

Hvernig verð ég þátttakandi í Team Rynkeby?
Þú þarft að fylla út umsóknareyðublaðið á heimasíðu okkar. Umsóknareyðublaðið finnur þú hér.

Af hverju fá ekki allir umsækjendur að vera með í Team Rynkeby? 
Við viljum ekki að Team Rynkeby verði stærra en svo að við getum tryggt að reynsla allra þátttakenda verði góð. Þetta þýðir meðal annars að þátttakendur fái hjólin sín og fatnað á réttum tíma og að nægilega mörg hótelherbergi sem uppfylla viðeigandi staðla séu í boði fyrir alla. Við viljum með öðrum orðum ekki vaxa hraðar en svo að skipulagningin geti fylgt því eftir. Ennfremur er mikilvægt fyrir okkur að allir þátttakendur þekki markmið og gildi verkefnisins til að við getum tryggt samfellu í verkefninu.

Hvenær fæ ég svar við umsókninni? 
Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í Team Rynkeby fyrir árið 2022 er 29. ágúst 2021. Þann 8. september 2021 verður þér tilkynnt um hvort þú hafir komist áfram í valferlinu. Valið verður í öll lið fyrir 2022-ferðina fyrir 1. október 2021.

Hvað kostar að taka þátt?
Árið 2022 kostar 19.690 DKK að vera hjólreiðamaður í Team Rynkeby. Verðið nær yfir kolefnisreiðhjól, reiðhjólafatnað, hótel og mat. Auk þess getur bæst við viðbótarkostnaður (oftast 40.000 til 100.000 krónur) fyrir vetrarreiðhjólafatnað, reiðhjólaskó, reiðhjólagleraugu, æfingaferðir, ferjuflutning, auka næturgistingu og heimsendingu frá París. Aðstoðarmennirnir greiða 3.850 DKK fyrir þátttöku. Þessu til viðbótar bætist við kostnaður við að komast til og frá eyjunni okkar fögru ásamt því að flytja hjól og búnað sem við höfum með.

Þarf ég að útvega styrktaraðila til að fá leyfi til að koma með?
Allir þátttakendur Team Rynkeby skuldbinda sig til að reyna að safna fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Sumir þátttakendur hafa greiðan aðgang að fyrirtækjum sem vilja verða styrktaraðilar – aðrir eiga erfiðara með það. Þess vegna gerum við engar kröfur um ákveðna upphæð sem hver þátttakandi þurfi að safna – við segjum aðeins að allir þurfa að leggja sig fram.

Eruð þið með lið á mínu svæði?
Þú getur fundið lista yfir öll liðin á heimasíðu okkar.

Get ég stofnað mitt eigið lið?
Í hvert skipti sem Team Rynkeby stækkar og stofnar nýtt lið, gerist það að frumkvæði aðila á hverjum stað. Þess vegna er það ekki óhugsandi að þú getir hjálpað til við að stofna Team Rynkeby-lið á þínu svæði. Hafðu samband við framkvæmdastjóra Team Rynkeby-sjóðsins, Carl Erik Dalbøge, til að ræða möguleikann.

Fyrirtækinu mínu langar til að stofna sitt eigið lið - getum við það?
Team Rynkeby er aðeins með eitt fyrirtækjalið – og það er Team Rynkeby ríkissjúkrahúsið í Danmörku. Við höfum engin áform um að stofna fleiri fyrirtækjalið, en við höfnum engu fyrirfram. Hafðu samband við framkvæmdastjóra Team Rynkeby-sjóðsins, Carl Erik Dalbøge, til að ræða möguleikann.

Hvernig set ég saman góða umsókn fyrir Team Rynkeby?
Við leggjum áherslu á að allir þátttakendur helgi sig málstaðnum. Þess vegna er það kostur ef þú getur tilgreint af hverju þú vilt vera með. Það er einnig kostur ef þú tilgreinir hvað þú getur lagt af mörkum. Kannski ert þú reyndur hjólreiðamaður, kannski ert þú í sambandi við spennandi styrktaraðila, kannski ertu fær í að lagfæra reiðhjól, skrifa blogg eða gera kvikmyndir.

Hvernig get ég verið viss um að þið hafið móttekið umsóknina mína?
Þú munt fá staðfestingu í tölvupósti þegar þú fyllir út umsóknareyðublaðið okkar. Ef þú hefur ekki fengið póst getur hann hafa fest í ruslpóstsíunni eða þú hefur skrifað netfangið þitt rangt. Þú gætir reynt að fylla eyðublaðið út aftur.

Eru meiri möguleikar á því að vera með í Tour de Paris á næsta ári ef ég hef sótt um áður?
Nei. Við höldum ekki skrá yfir þá sem hafa sótt um áður. Liðsstjórarnir setja saman það lið sem þeim finnst vera best á grundvelli þeirra einstaklinga sem hafa sótt um þátttöku á viðkomandi ári.

Er líklegt að bæði vinkona mín og ég komist í Team Rynkeby?
Það er erfitt að segja. Umsóknirnar ykkar verða metnar hver fyrir sig, þið verðið því ekki metnar sem hópur.

Er eitthvað aldurstakmark fyrir þátttöku í Team Rynkeby?
Til að taka þátt í Team Rynkeby verður þú að vera orðinn 18 ára en við höfum engin efri aldurstakmörk. Við settum18 ára aldurstakmark þar sem við viljum að þátttakendur geti tekið þátt í félagslífi liðsins.

Hversu mikið þarf ég að æfa?
Team Rynkeby ætlast til þess að hver þátttakandi hafi hjólað u.þ.b. 2.500 km á hjólinu fyrir Tour de Paris.

 

Búnaður

Get ég farið á mínu eigin hjóli?
Við leyfum hjólreiðamönnum okkar eingöngu að hjóla á opinberum Team Rynkeby-racer hjólum. Hjólið er hluti af pakkanum sem þú kaupir þegar þú skráir þig í Team Rynkeby og að sjálfsögðu færð þú að halda hjólinu.

Mun mikill tækjakostnaður bætast við?
Ef þú hefur aldrei hjólað áður mun einhver viðbótarkostnaður bætast við auk þátttökugjaldsins. Þú þarft að fá þér reiðhjólaskó, reiðhjólagleraugu og hugsanlega einhvern viðbótar reiðhjólafatnað, bæði fyrir spinning og vetrarþjálfun. Að auki er líklegt að einhver viðhaldskostnaður fyrir hjólið bætist við.

Má ég eiga hjólið eftir ferðina?
Þú kaupir þér hjólið og þú mátt því halda því eftir ferðina.

  

Tour de Paris 

Hjóla öll liðin saman til Parísar?
Liðin hjóla til Parísar hvert fyrir sig. Sum liðin byrja þó í sömu borgum og fara meira eða minna sömu leiðina til Parísar. En af hagnýtum- og öryggisástæðum hjóla liðin hvert í sínu lagi til Parísar. Liðin hittast fyrst í sjöunda og síðasta áfanganum í miðju Parísar og hjóla síðustu 14 km í samfloti á sameiginlegan stað þar sem ferðin endar.

Hversu löng er ferðin?
Ferðin frá Danmörku til Parísar er um 1.200 km löng og er í sjö áföngum – nokkur lið hjóla þó einnig daginn áður en byrjað er, svo að þessi lið hjóla í raun í átta daga. Stysti áfanginn er um u.þ.b. 100 km en sá lengsti er u.þ.b. 200 km. Lengd ferðarinnar veltur á því hvaða leið hvert lið hjólar.

Hversu hratt er hjólað?
Ferð Team Rynkeby til Parísar er ekki hefðbundin hjólreiðakeppni, en er krefjandi hjólreiðaferð þar sem allir geta tekið þátt. Liðin hjóla yfirleitt á meðalhraðanum 25-27 km/klst.

Hafðu samband
Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Þú getur meðal annars skrifað spurninguna þína á Facebook-síðu Team Rynkeby. Við munum svara innan skamms.

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram