Team Rynkeby

Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf. þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar langveik börn og fjölskyldum þeirra.

Team Rynkeby var stofnað árið 2002 þegar 11 hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá lok Tour de France.

Rynkeby Foods var aðalstyrktaraðili ferðarinnar en önnur fyrirtæki aðstoðuðu einnig. Reyndar stóðu þátttakendurnir í fyrsta Team Rynkeby-liðinu sig svo vel í að safna styrkjum að þeir sátu eftir með 727.000 króna hagnað þegar liðið sneri aftur til Danmerkur að viku liðinni.

LESA MEIRA: Svona varð Team Rynkeby til

Team Rynkeby gaf peningana til deildar langveikra barna við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og þar með var hefðinni komið á.

2.400 hjólreiðamenn frá 8 löndum

Í dag samanstendur Team Rynkeby af 2.400 hjólreiðamönnum og 550 aðstoðarmönnum sem skiptast í 59 heimalið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum, Íslandi, Þýskalandi og Sviss.

Þátttakendur voru valdir úr þúsundum umsækjenda sem fylltu út umsóknareyðublað á heimasíðu Team Rynkeby.

LESA MEIRA: Svona verður þú þátttakandi í Team Rynkeby

FÉÐ RENNUR ÓSKIPT TIL Barna með illvíga sjúkdóma

Í meira og minna eitt ár þurfa þátttakendur ekki eingöngu að vera færir um að hjóla 1.200 km til Parísar – þeir skuldbinda sig einnig til að taka þátt í að safna fé fyrir börn með illvíga sjúkdóma.

Með þremur vörumerkjum sínum, Rynkeby, God Morgon og hohes C, greiðir þýska safafyrirtækið Eckes-Granini meginkostnað verkefnisins í samvinnu við þau samtök sem afla fjár. Þetta þýðir að allt fé sem safnað er fer til samtaka sem hjálpa börnum með alvarleg veikindi.

Árið 2020 lagði Team Rynkeby fram 1.445,6 milljónir ISK til samtaka sem hjálpa börnum með alvarlega sjúkdóma - þar af fóru 25,7 milljónir ISK til Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna í Íslandi.

Framlög Team Rynkeby

 

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram