Laura, 3 ára, fékk ávísun frá Team-Rynkeby: Núna eru læknarnir búnir að gefa upp alla von
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 02-11-2018

Laura, 3 ára, fékk ávísun frá Team-Rynkeby: Núna eru læknarnir búnir að gefa upp alla von

Lasse Piester-Stolpe hélt átakanlega ræðu á Torginu í Ringe, þegar að Team Rynkeby, fyrir rúmum mánuði síðan, afhenti söfnunarféð til sjóðs krabbameinssjúkra barna. Núna hafa læknarnir endanlega slökkt vonina fyrir dóttur hans.

Í september afhenti Team Rynkeby ávísun upp á tæplega 410 miljónir til sjóðs krabbameinssjúkra barna í Danmörku, við það tilefni hélt Lasse Piester-Stolpe átakanlega ræðu þar sem hann þakkaði þáttakendum í Team-Rynkeby fyrir ómælda vinnu sem þau leggja á sig fyrir börn með krabbamein.

Fyrir sex mánuðum fengu Lasse og konan hans, Maiken Piester-Stolpe, þær hræðilegu fréttir að 2 ára dóttir þeirra, Laura, væri með mjög ört vaxandi krabbamein í heila.

Tilrauna meðhöndlun á Ríkisspítalanum, sem var meðal annars fjármögnuð með peningum sem safnað var af Team Rynkeby, gaf foreldrunum von.

En sú von hefur endanlega slökknað, skrifaði Lasse Piester-Stolpe á Facebook.

- Því miður höfum við slæmar fréttir! Maiken og ég vorum boðuð á Ríkissjúkrahúsið þar sem okkar var sagt að meinið væri að stækka aftur, þannig að lyfin voru ekki að virka og erum þar af leiðandi ekki lengur hluti af tilrauninni, skrifaði hann.
Foreldrarnir hafa nú þegar tekið sér frí til að vera með Laura og þeim læknum sem munu sjá um líknandi meðferð þannig að Laura fái eins góðan tíma og mögulegt er.

- Við reiknum ekki með að Laura nái 4 ára aldri í júlí á næsta ári, það eru einungis vikur sem við munum eiga með henni, skrifar Lasse Piester-Stolpe.- Við erum vægast sagt niðurbrotin. Ástandið er mjög slæmt og versnar mjög hratt. Núna reynum við að gera líðan hennar betri með dreni í höfðuðið til að fjarlægja uppsafnaðan vökva, og reiknað er með að hún fari í enn eina geislameðferðina til þess að reyna að bæta líðanina í þann tíma sem eftir er, segir hann.

”Engin börn eiga að deyja úr krabbameini
”
Hjá Team Rynkeby sjóðnum er framkvæmdastjórinn, Carl Erik Dalbøge, djúpt snortinn yfir Facebook-uppfærslunni.

- Það er harmþrungið að lesa þetta. Öll okkar, sem voru á torginu í Ringe fyrir rúmum mánuði og heyrðum Lasse tala, skynjum sársauka fjölskyldunnar. Þetta er hræðileg áminning um, að þrátt fyrir miklar framfarir á meðhöndlun barna með krabbamein, þá erum við langt frá markmiðinu. Engin börn eiga að deyja úr krabbameini, og á vegum Team Rynkeby sjóðsins, þá vil ég votta fjölskyldu Laura samúð mína á þessum erfiða tíma, segir Carl Erik Dalbøge.

Hann vonar að þáttakendur í Team-Rynkeby nýti sér þessa lesningu til að öðlast viðbótar hvatningu til að leggja vog á lóðarskálarnar fyrir fjölskyldur í sömu aðstöðu.

- Þetta er ekki flókið. Ef við ætlum að bjarga fleiri börnum með alvarleg krabbamein, þá þarf peninga. Stærstum hluta þeirra er safnað með hjálp Team Rynkeby. Ég vona að þáttakendur í Team Rynkeby sýni fjölskyldu Lauru virðingu með því að leggja enn meira á sig til þess að við, á komandi árum, getum safnað enn hærri upphæð fyrir krabbameinssjúk börn, segir Carl Erik Dalbøge.

Ef þú vilt styðja vinnu Team Rynkeby fyrir krabbameinssjúk börn, þá getur þú, fram til 18. janúar 2019, orðið gull styrktaraðili fyrir 400.000 kr.
Með því færðu þú merki fyrirtækisins á gulu teyjuna sem Team Rynkeby þáttakendurnir klæðast.Mynd: Vibeke Volder - mynd af Laura og fjölskyldu, birt með leyfi Fyens Stiftstidene. Fleiri myndir þegar að Team Rynkeby afhenti ávísunina og ræða Lasse Piester-Stolpe er hægt að sjá hér.

 

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram